Monday, June 23, 2008

já, sumir dagar...

Góða kvöldið, þið fáu útvöldu sem fá að lesa þessar örfáu, sérstöku og ómetanlegu rituðu línur frá mér ;)
(þig megið alveg spread the word til annara ættingja sem eru í þessari þröngu klíku okkar ef þið viljið)

Það var 8 ára bekkjamót hjá mínum árgangi á Laugardaginn. var hafist handa og sötri kl:13:00 þar sem skólastjórinn fór með okkur í gegnum Árskóla (Gagnfræðaskólinn). Þetta er nú held ég í fyrsta og eina skiptið sem við meigum súpa á áfengi inni í skólanum og þeir sem það gera að reykja máttu gera það á skólalóðinni.
Eftir það var haldið uppí Litla Skó þar sem farið var í ratleik (þar sem minn hópur vann að sjálfsögðu) og spjallað í sólinni. Við fengum klósettbusta afhentan í verðlaun um kvöldið og geymir ein úr hópnum hann hjá sér. Hversu vel er þó saga sem ég veit ekki deili á.
Þetta var besti tíminn að mínu mati á þessu bekkjamóti.
Það var svo farið heim að skipta um föt og þar á eftir hófst biðin eftir að húsið opnaði og fl. væru tilbúnir. Þanning að ég var nær fallinn í fasta svefn fyrir matinn.

Í gær hafði maður það svo kósí seinni partinn með mömmu. Fórum í Lítingsstaðahrepp og skoðuðum fallega muni allt frá Perú, Afríku, Ísl. og einhverjum einum öðrum stað. Keyptum þó ekkert. Stoppuðum aðeins í Varmahlíð áður en við fórum heim aftur og löggðum okkur í nær 1:30 til 2:00 klst. áður en farið var að elda. Hefðum alveg getað sofið lengur (+ ég ekki alveg við bestu orkulindina :/)

Í dag í gegnum sitt hvora okkar var unnið, farið í Langt nudd, labbað og kastað út veiðarfæri áður en haldið var heim á leið.
mér sýnist þetta vera orðið alveg nógu langt í bili, þreytandi upprifjun.

I'll put short "hello" in English soon, this is enough for today :)