Friday, September 7, 2007

dagur hinna föllnu svana,allavega eftirmiðdagurinn

Jæja, góðan dag... mín einhver...

Ég vil nú reyndar ekki vera að skrifa hérna inná í dag, miðað við það hvernig ég er núna.. eitthvað ólík sjálfri mér í augnablikinu...
Ég reyni alltaf að sjá það besta í öllu og gefa öllu nokkra sénsa.. En dagurinn í dag.. vá,, meira að segja í gær, fannst mér það ekkert, þó að ég fengi ekki frið til að læra fyrir háfaða, hafi verið að drepast úr kulda síðan 1 sept. og hvað og hvað ekki, afþví að ég er í öðru landi, skoða nýja hluti og siði, get gengið og andað að mér góðu lofti á vini og fjölskyldu og allt það fram eftir götunum...

en núna ja ætli það hjálpi ekki líka hvað ég er búin að vera svong í dag... og þó maður sé búin að borða 300 gr. af cuscusi þá er það ekki farið.. svo gott að ég keypti litla rauðvín í hádeginu til að drekka núna, hef greinilega fundið þetta á mér..

En þetta er nú að verða gott núna...

Fyrirlestur um einhver felvxxxx vandamál þjóðfélagsins !!!!!! má velja en kommon.. er það ekki líka doldið mikið á skoðun??? mér finnst eitthvað en öðrum ekki!!
Fyrirlestur í 10-15 min, og eftir á ég að vera búin að búa til 6 spurningar um málið sem ég var að tala um og gefa það yfir hópin og láta vinna..
og þetta á frönsku..,, ÞJÓÐFÉLAGSVANDAMÁL... ekki alveg það sem mig langar yfir höfuð að tala um.... og við meigum ekki einu sinni hafa punkta til við miðunar... bara tala.. og leggja á minnið....
þetta á ég að flytja 21. sept. þar sem okkur er skipt niður fyrir mánuðinn og svo er lokaprófið 25.september...
Ég er að finna á mér að þetta verði erfiðasti mánuðurin minn hérna til þessa.. Allavega hvernig þetta er að byrja núna ,,, en kanski er það líka mikið að hjálpa til að það var nærrui því enginn í hópnum mínum sem var í því að lessa upp í dag.. svo nær allt lennti á mér.. og mörg ný orð sem maður.. æi já bull ...
Þetta verður fínt, eða allavega eitthvað af þessu, nenni ekki að vera nervus fyrir þetta lestrar dót eins og síðast.. þó ég viti ekkert hvað ég eigi að tala um ...!!!!
Eruð þið með hugmynd???

En já það er staðfest kl:16:00 á morgun fer ég í svifflug, eða hvað þetta kallast nú... og svíf hátt yfir annecy vatn, fjöllin og fleira.. og flugið sjálft er allavega 30. mín ..svo það er að fara verl klæddur...
ég held ég ætli að klára þetta litla rauðvín mitt og vona að þetta breitist eitthvað líðanin. Núna er dóttir konunnar og barnið hennar í heimsókn hjá konunni sem ég er hjá þar til seinni partinn á mánudag.. svo..
bæbæ, þar til síðar.

Tuesday, September 4, 2007

Nýr mánuður.. byrjar.. öðruvísi...

hæm, þessi mánuður hefur byrjað skrautlega ..

flutti í annað þorp svo það þarf að hjóla sama í hvaða eða hernig veðri.

Mér líður nú ekkert alltof vel hérna.. það er svo margt sem maður má ekki gera.. Jafnvel þó ég hafi verið að spyrja í gær hvað ég má gera og hvað ekki, þá er hún alltaf að bæta við hlutum og stoppa mann með einhverjum upphrópununum.
Já viltu fara í bað ok, það er í lagi (ég spyr náttúrulega fyrst) en svo þegar það er valla komin dropi í baðað, ”ertu ekki að fylgjast með því, þú mátt ekki hafa mikið í baðinu!! ”.
Okey, en það var svo lítið í baðinu að þegar ég lagðist ofan í það þá huldi það ekki einu sinni einn þridja af ”þykkt” minni, svo það var nú ekki auðvelt að bapa sig né þvo sér um hárið.

Svo þessi eini rafmagnskapall sem er hérna uppi, notar hún fyrir allar sínar innstungur þar, líka á baðinu, svo þegar ég vil komast í tölvuna og hafa rafmagn (þó það séu 3 innstungur inní herberginu, sem bara virka ekki) þá líður mér alltaf hálf illa við það að taka það, því hún kemur bara inní herbergið og tekur þá hluti sem ég hef verið að nota úr sambandi þegar ég hef verið að nota þá.

Þetta er hálf þokkalegt og bara annar dagurinn. Leið sko miklu betur á vistinni mér leið nú bara vel þar.. og rúmin eru allstaðar eins hérna svo það er enginn munur hvernig maður vaknar.
Vona að þetta fari þó einhvernvegin öðruvísi á endanum. Vona samt að þetta eigi eftir að lagast .

Er að byrja í mínum fysta tíma í þessum mánuði núna eftir 30.min. svo það á eftir að koma í ljós hvernig maður er staddur í þeim hópi..

En já ætla að hætta þessu núna..
Er ekki að skrifa eins oft eða kíkka inn þar sem maður þarf að burðast með tölvuna + allt annanð þessa leið í skólann til að geta kíkt á netið.. svo, en maður sér til hernig þetta verður..
Er nú eiginlega orðin svo háð tölvnni hérna í Frakklandi núna að maður sér hvernig þetta verður.

bless bless