Eitt af húsunum í Chamonix :) held að nokkrum ætti
að líka þetta.
Á leið upp fjallstindinn, í lægri hlíðunum.
Þurfti að taka þetta í gegnum plast glugga, fyrirgefið
eg prófaði að halla mér út um litla gluggan til
taka betri mynd en það var víst of hættulegt.
og er að dreypa á hvítvíni.. svona svo maður geti
sagt að maður hafi fengið sér í glas í X 1000 metra hæð.
(Er búin að taka saman nokkrar myndir úr myndaseríunni sem ég hef náð að koma inná tölvuna og er núna að byrja að koma þeim nokkrum inn í einu, þessvegna er ég að byrja að fara aðeins aftur í tímann aftur, fyrirgefið það en ég held að þið viljið sjá fleiri myndir þó þær séu ekki alveg uppá daginn í dag. Leiðréttið mig ef það er rangt elskurnar :) )
Góðan dag..
Hvernig gengur ykkur að halda í við mig??
Eitthvað byrjað að geta lesið? ;o)
Klukkan að verða hálf 5 hérna megin og ég var að koma inn. Lá á ströndinni frá rúmlega 12 til rúmlega 2. Ekki búin að vera að fara þangað í þessum mánuði nema einu sinni í um 20.mín áður.
Nær búin að ná að má út öll önnur brúnkuför nema bikiní línurnar núna ;) (Takk pabbi.)
Með þessu er ég að sjá að ef ég næ að liggja á ströndinni í um 2 klst. allavega 1 dag á mánuði ætti ég allavega að vera dekkri en ég var þegar ég kom heim. (Sem er nú valla svo mikil ögrun miðað við það hvað maður var/er hvítur svona öllu jöfnu :) þar sem maður er íslendingur sem er ekki mikið fyrir brúnkubekki)
Beint á eftir því fór ég í búðina, aðallega til að ná mér í hvítvínsflösku á 4 evrur með skrútappa, svona svo maður geti fengið sér smá dropa á eftir. Þetta er nefnilega líka alveg hið fínasta bragð af þessu hvítvíni og það er með skrúutappa :)
En því miður fyrir mig þá er greinilega fleira fólk hér í Annecy sem á ekki upptakara því þessar tegundir voru allar búnar í búðinni þegar ég kom þangað áðan.. svo ég fór út aftur áfengislaus en þó með 10 vítamín í 1 1/5 líters, ferskum, blönduðum ávaxtasafa, svona held ég mér við vítamínslega séð þegar veðrið er heitt .
Veit ekki alveg hvað ég ætla að fara að gera núna er eiginlega komin með nóg af hitanum í dag og hjóla hreyfingunni, er komin með létta hausverk.
Ég væri sko til í að hafa svalir núna.. Það væri geggjað, svalir í léttum skugga núna væri draumur fyrir alla, líka heimamenn þori ég nær að lofa.
Ætli maður fari ekki kanski að lesa og eitthvað að dúllast, opni "glugga" dyrnar hjá sér og sitji í dyragættinni með fæturnar út í loftið. Drekki það sem er eftir af litla hvítvíninu mínu og fái sér apríkósu. Og kanski kíkja á einn Bones þátt í kvöld.
Það er mjög sérstök og yndislega tilfinning að þurfa ekki að læra núna um helgina !!!
I love it !! en ætli ég fari ekki að lesa eitthvað á frönsku samt sem áður, sögu eða eitthvað allavega í smátíma.
Hafið það fínt og gott í dag... þar sem klukkan er nú bara 14:40 hjá ykkur núna.
Vona að það sé líka gott veður hjá ykkur svo þið getið æft ykkur aðeins fyrir næstu helgi ;o)
Kv: Ása Björg