Saturday, July 28, 2007

28. juillet, Samedi


Eitt af húsunum í Chamonix :) held að nokkrum ætti
að líka þetta.



Á leið upp fjallstindinn, í lægri hlíðunum.
Þurfti að taka þetta í gegnum plast glugga, fyrirgefið
eg prófaði að halla mér út um litla gluggan til
taka betri mynd en það var víst of hættulegt.

Hér er maður kominn upp, búin að fá sér í gogginn
og er að dreypa á hvítvíni.. svona svo maður geti
sagt að maður hafi fengið sér í glas í X 1000 metra hæð.

(Er búin að taka saman nokkrar myndir úr myndaseríunni sem ég hef náð að koma inná tölvuna og er núna að byrja að koma þeim nokkrum inn í einu, þessvegna er ég að byrja að fara aðeins aftur í tímann aftur, fyrirgefið það en ég held að þið viljið sjá fleiri myndir þó þær séu ekki alveg uppá daginn í dag. Leiðréttið mig ef það er rangt elskurnar :) )



Góðan dag..

Hvernig gengur ykkur að halda í við mig??
Eitthvað byrjað að geta lesið? ;o)

Klukkan að verða hálf 5 hérna megin og ég var að koma inn. Lá á ströndinni frá rúmlega 12 til rúmlega 2. Ekki búin að vera að fara þangað í þessum mánuði nema einu sinni í um 20.mín áður.

Nær búin að ná að má út öll önnur brúnkuför nema bikiní línurnar núna ;) (Takk pabbi.)
Með þessu er ég að sjá að ef ég næ að liggja á ströndinni í um 2 klst. allavega 1 dag á mánuði ætti ég allavega að vera dekkri en ég var þegar ég kom heim. (Sem er nú valla svo mikil ögrun miðað við það hvað maður var/er hvítur svona öllu jöfnu :) þar sem maður er íslendingur sem er ekki mikið fyrir brúnkubekki)

Beint á eftir því fór ég í búðina, aðallega til að ná mér í hvítvínsflösku á 4 evrur með skrútappa, svona svo maður geti fengið sér smá dropa á eftir. Þetta er nefnilega líka alveg hið fínasta bragð af þessu hvítvíni og það er með skrúutappa :)
En því miður fyrir mig þá er greinilega fleira fólk hér í Annecy sem á ekki upptakara því þessar tegundir voru allar búnar í búðinni þegar ég kom þangað áðan.. svo ég fór út aftur áfengislaus en þó með 10 vítamín í 1 1/5 líters, ferskum, blönduðum ávaxtasafa, svona held ég mér við vítamínslega séð þegar veðrið er heitt .

Veit ekki alveg hvað ég ætla að fara að gera núna er eiginlega komin með nóg af hitanum í dag og hjóla hreyfingunni, er komin með létta hausverk.

Ég væri sko til í að hafa svalir núna.. Það væri geggjað, svalir í léttum skugga núna væri draumur fyrir alla, líka heimamenn þori ég nær að lofa.

Ætli maður fari ekki kanski að lesa og eitthvað að dúllast, opni "glugga" dyrnar hjá sér og sitji í dyragættinni með fæturnar út í loftið. Drekki það sem er eftir af litla hvítvíninu mínu og fái sér apríkósu. Og kanski kíkja á einn Bones þátt í kvöld.

Það er mjög sérstök og yndislega tilfinning að þurfa ekki að læra núna um helgina !!!
I love it !! en ætli ég fari ekki að lesa eitthvað á frönsku samt sem áður, sögu eða eitthvað allavega í smátíma.

Hafið það fínt og gott í dag... þar sem klukkan er nú bara 14:40 hjá ykkur núna.
Vona að það sé líka gott veður hjá ykkur svo þið getið æft ykkur aðeins fyrir næstu helgi ;o)
Kv: Ása Björg

Friday, July 27, 2007

Salut, útskrift no.1 upplýs.

Útskrift númer 1..

Group 1-7 session Juillet 2007

Einkunnir sem voru settar uppá upplýsinga töfluna í skólanum (allt fyrir framan alla) var einkuninn :
Ingimarsdottir Asa Björg BIEN
________________________________________________________________

Remise des Diplômes, vendredi 27. juillet 2007

pour les étudiants des groups 1 à 6 salle Veyrier de 15H30 à 15H45

Hérna er bara verið að segja hvar maður eigi að mæta, klukkan hvað, eftir því í hvaða hópi maður er...
(Maður skildi svona auglýsingar strax.. )

__________________________________________________________________

Á diplómuskalinu... svo það sem skiptir máli allavega utan við nafnið manns og réttur fæðinardagur (sem ég þurfti reyndar að láta lagfæra :) )

er :
A suivi avec assiduité -->(þetta þýðir ástundun/iðni) les cours de langue francais = ástundun, hefur tekið kennslu í frösku tungumáli og svo setndur dagsetninginn..

Niveau : Initiation

Mention : Bien

Mention = umsögn, einkunn, umtal
Initiation = kynning á undirstöðuatriðum, vígsla, Innsetning.
og Niveau = stig, þrep...
En það má kanski til gamans geta fyrir pabba og kanski fleiri að iveau þýðir líka :

Hallamál eða hallamælir. Niveau de macon er lóðlína. ef ég man rétt..

og bien.. jaaa.. allavega reikna ameríkanarnir það út svoleiðis að tb. avec magni. sé sama sem A = 10 sem kennararnir hafa sagt að sé MJÖG sjaldgæft.
svo kemur trés bien sem er þá A- hjá þeim.

Og þar á etir kemur BIEN sem er þá eins og b+ eða eitthvað þannig. Sagði allavega Pepe sem er ameríkani.. þannig að ég hef fengið b+ hjá þeim hélt hann (hann vinnur sem kennari fyrri sérstaka og var með mér í hóp.. )
Svo ætli ég hafi ekki fengið um 8 eða á milli 8 og 9. Æi ég veit ekki... ef einhver ykkar kann núna að reykna þessa einkunn út þá gjörið þið svo vel :) hvort sem það er Usa stafirnir eða ísl. kerfið.


Þar sem ég veit að það eru aðeins sérstakir vinir og vandamenn sem koma hingað ;)
sérstakt fólk, vitið þið alveg örugglega ekki hvað þið eruð sérstök, mikilvæg og frábær..??
Bara að athuga eða minna á ef þið hafið gleymt því..

Jæja ég ætla að fara að koma mér út þvottahúsinu, sem er eini staðurinn sem er með einhverja innstundu og internettengingu á sama stað..
komin með rasssæri og ætla frekar upp að opna litla flösku af frönsku hvítvíni sem ég hvef aldrei smakkað.. En held samt að ég eigi eftir að geta metið hvaðan í frakklandi það er, hvaða ber og ávextir vaxa nálægt og annað í þá áttina eftir að hafa hvorft á þættina Wine adventures (frá bbc)
Þeir eru mjög skondnir 2 menn algjörlega svart og hvítt, annar vínsmakkari og sérfræðingur til 20 ára og hinna James frá Top Gear (sem eru bílaþættir á skjáeinum) ferðast um Frakkland og sá fyrr nefndi reynir að/ kennir hinum sanna breta sem vill bara drekka vínið til að verða fullur, hvernig sannt vínáhuga fólk ræktar, vinnur og hvernig við fólkið sem vitum lítið fáum bestu, nauðsinlegustu upplýsingarnar sem við þurfum á skemmtilegan hátt. Allt sansögulegt með húmor svo ef þið finnið þessa þætti hvet ég ykkur til að sjá þá..

Hvort sem þið eru Gurra, Lauga og Guðni, Hulda, Þórunnbjörg eða pabbi og mamma. Allar típur geta annað hvort hlegið að þeim, fræðist, slökkt á þeim eða gert alla 3 valkostina með glæsibrag.

Ég var að segja bless í bili var það ekki??
Vá ætli maður geti orðið high á þvottaefni eða þvottavéla andrúmsloft?? ;o)
smá glott í lokin..

Ég veit ekki hvernig dagurinn verður á morgunn en þar sem ég er ein eftir hérna (fólkið sem ég var mest í kringum hér og kynntist er farið (Fínt að fá frið !! hehemm ;o))) svo það er ekki ólíklegt að maður segi aftur hæ á morgun.

Hafið það gott... þar til við sjáumst, heyrumst eða hvernig sem þið viljið hafa það.

Bonsoir. smá fl. myndir


Smá af hjólaleiðinni í Anecy við vatnið. Flest , ef ekki allar myndirnar sem ég hef sett inn og á af vatninu eru teknar frá hjóla og/ eða gönguleiðinni.




hér sér maður aðeins miður vatnið. Er að koma að staðnum þar sem fólkið geymir skúturnar sínar, sem er þægilega stórar fyrir þetta vatn og flatmaga þar úti út dagin eða daga þegar það er geggjað eða gott veður.
















Þetta er útsýnið úr "eldhúsinu" á 3ju hæðinni... Sem er ekki neitt í líkingu við eldhús án salmonellu reyndar .. nema kanski ískápurinn.. hheeehemmm.
Svo útsýnið er besti hluturinn í þessu herbergi með pínu litla ískápshólfinu sem maður getur leigt mánaðarlega.



Þetta er einnig tekið þegar ég er að hjóla með fram vatninu. er nokkurnveginn í botni þess Annecy megin og er að sjá ströndina / bæjina sem eru hinum megin við vatnið en þar sem skólinn er.

Ef þið eruð með goggle earth þá ættuð þið að geta flett upp nafninu Les Acacias (hotel/restaurant) sem er í þessum bæ sem þið sjáið á þessari mynd..

ég verð að fara að kaupa kort af svæðiu til að geta sagt nöfnin á öllum þessum bæjum við vatnið og fjöllum... ég venjulega bara fer eithvað að læri að þekkja staðinn með kennileitum eða útliti.. Bæta úr því ;)

tilraun 2. ok nú held ég :)
















Eitt af trjánum við stiginn að skólanum.




útsýnið úr anderi skólans, hér sérst annar lítill bær við annecy vatn.








jæja Bonjour,

Ca va, bien ? Ég vona það allavega...

Er búin að vera að eyða dágóðum tíma í að finna út úr þessu öllu saman... en er að róast vel niður núna þegar þetta er loksins búið..
Ég komst samt að því núna að ég á líka blogg síðu hérna sem er skráð á zelbru.. engin furða að ég gat ekki notað það aftur .. heheee.. en sú síða var búin til "05 og var búið að skrifa einu sinni inná hana svona eins og 2 línur og bara rangt + ókunnugt fólk búið að commenta inná hana með eitthvað bull, svo það er engin furða að maður var búin að gleyma henni..

En vona að þetta sé allt komið í stand núna :)
Svo já blogg, myndir... Gjörið svo vel :)

Dagurinn í gær (í dag.. er að skrifa núna 26. júlí.. þó það komi inná morgun..:) )

Var sérstakur, ekkert stopp.

Tími um morguninn svo beint í það að hjóla út í Casino kjörbúðina að kaupa eitthvað ætilegt. Þaðan beint í að skipta yfir í bikiní fatnaðinn og leggjast á ströndina í smá tíma áður en maður varð að fara að skipta um aftur áður en maður fer núna um kl: 17, sem er allavega áætlunin með Les, Janet og Janellu upp í eitt af fjöllunum hérna neðar, nálægt botninum á Annecy. Förum upp á fjallið og fáum okkur að borða þar.

(Ég er sko að bíða eftir þeim núna, ákvað að nota tímann í að koma nokkrum línum niður á blað fyrir bloggið á morgun... )

Svo er það á áætluninni að vera siðgæðisvörður fyrir Janellu sem er að fara út með einhverjum frakka og ég á að koma með þeim og kanski vini hans á bar hérna um kl:21 :00 seinna í kvöld.. svo maður er líka tilbúin fyrir það. Býst samt alls ekki við að nenna að vera í því djobbi lengi .


Á morgun eða reyndar í dag þegar þið lesið þetta, fæ ég loka eikunina fyrir þennan mánuð með diplomu skjali...

Þannig að ég fæ eitthvað svona diplomu skjal hérna í hverjum mánuði.. semsagt 3 sinnum.

Er komin með svona nafnskýrteini þar sem það kemur fram að ég er nemandi hérna í INSTITUT FRANCAIS des ALPES.

Hahaaa.. og það er nokkuð skemmtilega skondið, held að Ísland mundi nú ekki mikið taka mark á svona skírteini, passamyndin mín er t.d. heftuð á skýrteinið/ blaðið. Jebbsí er ekki að kasta einhverjum loftkúlum núna, hún er heftuð á blaðið.

Á þriðjudagsvköldið fóum við 10 saman úr bekknum út að borða saman.

Það var hinn ágætasti tími og eftir það fórum við og kíktum á lífið, við nokkur úr hópnum.

Og ég get sko sagt ykkur það að áfengið á börunum á íslandi er ÓDÝRT!! Svo elskurnar mínar við getum hætt að kvarta fengið okkur í glÖs og túristarnir líka.

Hérna eru skemmtistaðirnir opnir til 4-5 alla virka daga.. Var allavega opin lengi á þriðjudaginn og svo eftir því sem manni heyrist á Gavin sem er sko iðinn við þennan partý kola á þessu augnabliki þá er þetta tímin sem maður getur farið að tígja sig heim á enda morguns.


Ég ætti líka að vera orðin mjög góð, þó ég segi sjálf frá í að þýða allar þær fasteignir sem pabbi myndi vilja láta mann þýða.
Svo nú er bara að fara að senda honum nóg af þeim.. Allir sem einn Hahahahaa..

Var að fá bréfið sem frá mömmu núna í dag/gær 26.juillet.. sem hún sendi af stað 2. juillet en með smá stafsetningarvillu. Mamma það er allavega komið núna :) En samt er ekki bréfið sem þú sendir núna síðast komið, var að gá að því áðan.

Komin með flug heim aftur, núna í nánustu framtíð svona svo maður komist örugglega út aftur mánuði síðar ;) Á lítinn pening. Janet Peterson hjálpaði mér með allar flugfélagsheimasíðurnar á netinu, vorum mjög gáfulega við þetta alltsaman.

Ég var upp full af miður fallegri pest um helgina er að losna við þetta núna, vonandi..
Spurninginn sem vaknaði upp hjá mér um helgina var sú : að hvernig í ósköðunum getur maður fengið kvef, sem nær uppí haus og gefur manni sárann háls líka í 31 + hita ???

Ja, ég veit allaveg núna að það er hægt, hahaa alltaf að læra eitthvað nýtt.

Jæja ritunar kaflinn í þessari törn fer að klárast núna, ætla að fara að koma mér niður þau hljót að fara að koma,
Hafið það gott... þó ég eigi eftir að bæta við þetta í fyriramálið / á morgun áður en ég skila þessu inná netið ... :)

góðan dag aftur, rúmlega hádegi hérna enþá svo ekkert komið í sambandi við loka einkunn og diplómu skjal svo ég ver að vera í sambandi síðar í sambandi við það.
Sit hérna í anderinu núna verða að fara að koma mér í mat áður en þeir loka matstofunni :)

Vonandi hafið þið það fínt, frábært og yndislegt,

Kveðja:
Ása Björg