Sunday, September 16, 2007

september.. sá 16-ándi


góðan dag..

Hérna er ekki snjór, norðan átt, rigning eða frost..
Ég búin að og er en að reyna að vinna að þessum fyrirlestri mínum um vandamál þjóðfélagsins og eitthvað svoleiðis, held ég sé búin að ná að þýða ljóðið Í áfanga eftir Stein Steinarr.
yfir á frönsku.

Bien sûr, cette route est lounge et difficile,
et la vie est courte et beaucoup de choses passent par la route.

Mais à travers ta mirage et d'autres distractions ton but brille et t'attend.

Combien de fois tu tombes, ta force se brise souvent,
c'est bizarre comme ca fait du bien de rester tranquille.

Cependant tu peux te lever, garder la tête haute et te hâter comme auparavant.

Ainsi, tu te promènes tu t'approches de plusen plus et à la fin tu es debout seul(e) devant une porte fermée.

Ég býst nú við að flest heimili eigi ljóðabók með þessu ljóði svo ég býst við að ég þurfi ekki að skrifa ísl. útgáfuna inn..

Ég er líka búin að kíkka inná bloggar.is (síðuna sem ég ætlaði að nota hérna í upphafi í stað þessarar.. en blogger.com er ekki alveg það sama og bloggar.is e nálægt) Mér var nefninlega sagt hvað þetta væri góð síða í allt.. frá myndum auðveldu letri og svo frv. en ég er nú bara að sjá að það er nokkuð mikið vesen að copy-a og paist-a á milli síðanna minna.. ég ætlaði að koma öllu sem ég er búin að skrifa hérna inni í sumar þangað inn en það já, er búið að vera böl og tímaeyðsla sem ég er ekki búin að sjá fyrir endanum á.. Vona að það takist síðar..
En þar til ætli ég verði ekki bæði hér og þar..
lykilorðið er nokkuð gott, og smá pælingu þarf að hafa og húmor til að fatta það.. en þið getið náttúrulega spurt mömmu og mig.. en vísbendingin hjálpar..

Annars var mér boðið í mat til franskrar fjölskyldu í gær með Les og Janet og við 3 vorum öll að prófa í fyrsta skiptið Racclette.. geggjað gott og mjög einfalt.
á föstudagskvöldið kíkti ég á Finn Kelly's, hitti nokkra aðra krakka frá skólanum sem og áðra á barnum og horfði á evrópu ruby-ið sem er sko alvöru.. ekk þessi rosalegu hlýfðar gallar sem eru í amerískum fótbolta. Vá, algjörir tuddar. Það kom líka franskur strákur að tala við mig, hann er kærasti einnar stelpu sem var í skólanum í ágúst, og fór að spjalla við mig. Ég fékk nú gott hrós frá honum í sambandi við talið, "þú talar góða frönsku núna, ég skil allt sem þú segir" hahaha.. ekki slæmt hrós við þessar aðstæður oftar en einu sinni.. Þetta er það fína við það að tala við fólk úti í bæ.. það skilur mann betur en fólkið í tímunum..

En tölvan að verða batteríislaus svo ég verð að hætta núna.. Hafið það fínt.. þetta er ágætis lengd hérna núna, með ljóðinu.. Þar til næst, hverið þið hress og bless.