Sæl, sæl.
Byrjuðum aftur í hinum mörgu og mismunandi tíðum sagna í dag ofan á allt annað sem við erum að læra.
Og ég fann loksins pósthúsið !!! og keypti 7 kílóa kassa á 29 € til að geta sent heim. 5 kílóa kassinn var er svo lítill að ég skil ekki alveg hvað þeir senda venjulega þar sem 7 kg. Er líka lítill..
Ætli þeir sendi smásteina ? litlir en eru með þyngri eðlis massa en flest annað. ;)
Nú þarf maður bara að geta mælt út rétt þyngd með því að halda á pakkanum síðar.
Þar sem ég á að filla kassann hérna og fara svo og skila honum á pósthúsið, búið að borga fyrir 7kg og því er eins gott að finna út leið til að hafa það sem réttast, allavega ekki þyngra ;)
En það var hætt að rigna í morgun eftir 3ja daga vökvun og það á að vera fínt veður um helgina og hlína jafnvel meira eftir hana. Engin furða að fólk er all oft mjög ánægt með rigninguna hér, þó hún komi reglulega, ágætis kæling fyrir flesta bíst ég við.
Hegin er algjörlega óskrifað blað hjá mér utan við það að læra mjög vel náttúrulega.
Ætla að fara að koma mér í það að lesa aðeins og hafa það kósí,ég læt þetta á netið á morgun.
Hafið það fínt, þar til síðar, verði þið sæl.
P.S. þið vitið líka hvað það er auðvelt að senda e-mail núna og segja hæ, 18jánda öldin er löngu liðin ;) HAHaahaaa.
Og heimavinnan fyrir Mánudaginn er óvenjumikil miðað við venjulega og venjulega er hún nú ekki lítil ef ég á að segja alveg eins og er. En hvað um það...
bíst við að ég haldi lærdómnum áfram eftir að ég er búin að vera aðeins í tölvunni, með því að næta mig eitthvað, byrja að raða í kassann og ákv. hvað á að fara í hann og gera einhverja aðra afþreyingu á milli lotna í lærdómnum til að láta hugann fara á einhvern annan stað í smá tíma. :)
Hafið það gott um helgina,
veit að pabbi er að slá upp í dag og allt á fullu þar, systurnar Mamma, Hulda, Lauga og fjölskylda Laugu eru að baða tærnar í heitumpotti hjá sumarbústað, hrein sæla hlýtur að hylja andrúmsloftið hjá þeim. Og Katrín, ja, ætli hún sé ekki að jafna sig á gærdeginum núna.
Hafið það sem allra best heyrumst síðar ef vættir og náttúra lofar. Kv.
Ása Björg