Vist listaverk í þessari mynd, sjáið aðeins í Kastalann sem er í gamlabænum í Annecy, og þá er ég að tala um kastala.
Þetta er frá hjólaferðinni minni, þegar ég fór á hinn endann á vatninu. Þetta er sirka tekið útá mitt vatnið.
Þetta get ég gert með lélegri myndavél :) segið svo að ég geti ekki tekið myndir.
Einn göngustígurinn, sem er frá Kastalanum og að aðaltúristagötunni í gamlabænum.
Hérna sjáið þið aftan á fangelsið í gamlabænum, getið þið séð hvað klukkan er ?
Smá hver er Valli, spurning ef þið munið eftir þeim pilti ;)
3 comments:
hæ, við vitum sko alveg hvað klukkan er á myndinni. Hana vantar svona 2 mín í 2, ekki satt? Alveg magnað hvað þetta er magnað. Við Hulda og Gísli erum búin að vera á rúntinum út í Hegranes,Hofsós og Hóla og svoleiðis staði. Svo fórum við á Ólafshús að eta á eftir.Erum núna að taka Smallville upp og hvíla okkur.Þar til síðar eða stuttar.
Þið hafið greinilega náð að stækka myndina ;)
Þokkalega gátum við stækkað þetta. Við erum búnar að taka nokkra hringi í dag. Nú er kalt og rigningarhraglandi, en samt gott að grilla. Við tókum upp tvær rófur, þrjár gulrætur og nokkrar örsmáar kartöflur í dag þegar við komum úr ferðinni. Fengum okkur svo gulrót í forrétt. Mjög góð, þrátt fyrir allan þennan vatnsskort í sumar, en þær eiga nú vonandi eftir að stækka. Berin eru í bullandi vexti og víst rosalega mikið af þeim á landinu núna.
Post a Comment