Við erum komin á einn hluta fjallsins og hér sjáum við yfir Annecy vatnið, Annecy þorpið er alveg við endan sem þ ið sjáið lengst í burtu. Góð mynd ha? ;)
Mér fannst hönnuninn og náttúrann hérna uppi alveg frábær. Þetta er eitt af góðri blöndu sem maður sá og eitt af hjólunum sem hafði verið komið fyrir þegar maður labbar á veröndina á þessum veitingastað
Við hliðina á veitingastaðnum voru þau með smá aðsetur fyrir asnana sína, dverg geitur og kanínur sem krakkar sem og fullorðnir gátur notið að tala við og virða fyrir sér :)
Mjög gæfar, og róleg jórtraði framan í mann með bestu list og virti mann fyrir sér með gáfuðum augum sem virtust í eitt skipti segja, "Hvað er þetta hefurðu aldrei séð fallega litla geit áður, það er nú ekki eins og ég sé marsbúi í heimsókn á jörðinni. Æi góða besta taktu bara mynd. " :)
Þetta eru Les Hedquist og Janet Peterson. :)
Smá texti : ;)Sæl og blessuð.
Maður er nokkuð slakur og þreyttur núna í morgun sárið.
Mér og Chon var boðið í morgunmat í gær. Mexíkanskan. Mjög góður Robert kann að eldasér morgunmat, hef samt held ég aldrei prófað að borða svona þungan morgunmat. fínt að prófa það.
Svo kom maður til baka uppá herbergi, skrifaði aðeins og lagði sig áður en við fórum í langa hjólreiða ferð, út úr Annecy og uppá næstu hæðir.
Hjóluðum allavega í gegnum Seymond og fleiri staði. Verð að vera að horfa á kort af þessum stað til að geta sagt ykkur nöfnin nákvæmlega.
Það var ótrúleg traffík inní Annecy í gær. Það var engin furða að maður vildi komast út úr bænum í smá tíma, maður gat ekki einu sinni labbað á götunum það var svo mikil kvös, maður varð að fylgja straumnum þó svo að maður hefði upphaflega verið að fara í gagnstæða átt, lá við ;) hehee..
Já maður hjólaði sko úr bænum og út í sveitina,
maður varð oft að hjóla á hraðbrautinni.
Enda var líka það litla sem ég tók með mér í túrinn utan við vatn og myndavélina (ef hægt er að kalla þetta myndavél ;))
var sjúkratryggingin mín í útlöndum, blóðflokka spjaldið mitt og ökuskírteini, svona svo fólk gætu vitað nánustu upplýsingar um mig ef eitthvað slys yrði.
Eftir að maður kom til baka var tekinn sturta og etinn ávöxtur áður en maður fór að leita sér að stæði við vatnið til að horfa á flugeldanna. Robert kom líka en fór fljótlega aftur eftir að þeir byrjuðu.
Mér fannst þetta nú bara þægilegt, leið vel, happy að standa þarna ein í þvögunni (ja náttúrulega ekki ein..en þið vitið) og mp3 spilarann í eyrunum, með sína eigin tónlist við ljósa- og flugelda-show-ið. Eftir að sýningin kláraðist fór maður svo aftur uppá herbergi. Var orðin þreytt en ekki alveg til í að fara að sofa, svo það endaði með miðnæturnnasli, tölvu, skrifum og smá lestri í lifandivísindum.
Ágætis dagur í gær sem sagt.
Veit ekki alveg hvað ég get verið mikið úti í dag þó ég væri alveg til í að liggja úti í sólinni, en þar sem maður þarf að gera heimanám og glósur og fallbeygja sagnir síðan á föstudaginn þá veit maður ekki alveg hvað maður hættir á mikið af fríi í dag.. :)
Ég náði líka loksins í gær að koma myndunum af síðustu 3 vikunum hérna eða svo inná tölvuna mína, svo nú get ég farið að sýna ykkur smá nasaþef af öðrum dögum.
Ég er núna að borða, sjáfarfang í forrétt og í aðalrétt er spínat svo maður ætti að vera sterkur, brokkolí með möndlum og smá nautakjöt.
Það er gott þegar það eru tennis mót hérna þá er eitthvað svona hollara og nýtt á boðstólnum í kaffiteríunni. En það hefa ekki verið mörg tennismót hérna. Þetta er annar sunnudagurinn síðan ég kom hingað sem terian er opin á sunnudegi.
En það er bara fínt líka, þá lítur maður á þessar máltíðir sem sumar jóla máltíðir, líka miðið við það sem maður er nú yfirleitt ekki að eta hérna.. ;)
Þið verðið að fyrirgefa ef það eru einhv. Stafsetningavillur eða sérstakt orðalag núna.. er að stelast til að nota netið í kaffiteriunni á meðan ég er að eta. Er ekki alveg að nenna að sitja á gólfinu við innganginn á húsinu núna, sérstaklega þar sem það er góð traffík út af þessu tennismóti, hátíðinni í gær og svo náttúrulega fólkinu sem býr hérna á hótelinu og vistinni líka.
(Veit ekki alveg hvort ég næ líka að svara Janellu frá Hawaii sem var að senda mér póst í dag, en vona það, já núna er maður byrjaður að vera ágætlega í bandi við Hawaii í gegnum meira en eina manneskju, svo er það líka N.Y. sem ég er að sjá að ég verð að prófa að vinna þar í leikhúsi í allavega mánuð, er víst ekkert vandamál fyrir mig að fá vinnu við þau litlu ef eitthvað er að marka Tom, svo það gæti verið einn mánuður einhverntíma í framtíðinni ;) Og svo er ég einu sinni búin að senda póst og fá svar frá Ottawa í Canada.)
Ætla að henda nokkrum myndum inn núna.
Sunday, August 5, 2007
5.aout. dimanche
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Eiga þeir mjólk út í kaffið úr geitinni? Eða er hún bara til sýnis?
ætli maður geti ekki prófað að taka það úr geitinni, hún er allavega nógu rólega til þess ;)
Post a Comment